Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2022 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-53 á D+D REAL Czech Challenge

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: D+D REAL Czech Challenge.

Mótið fór fram dagana 2.-5. júní 2022 í Golf & Spa Kunětická Hora, Dříteč, í Tékklandi.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 1 yfir pari, 281 högg (72 68 73 68) og varð T-53 þ.e. deildi 53. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Það var Daninn Nicolai Kristensen, sem sigraði í mótinu eftir bráðabana við Frakkann Ugo Coussaud, en báðir voru á samtals 14 undir pari, hvor, eftir hefðbundinn leik. Kristensen vann strax á 1. holu bráðabanans, með fugli meðan Coussaud fékk par.

Sjá má lokastöðuna á D+D REAL Czech Challenge með því að SMELLA HÉR: