Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2022 | 23:59

Leiðrétt frétt: Haraldur Franklín komst EKKI á Opna bandaríska!!!

Golf 1 verður að biðja lesendur sína og Harald Franklín afsökunar á því að hafa haft rangt eftir heimildarmanni sínum, sem tjáði að Haraldur Franklín Magnús hefði komist á Opna bandaríska 2022. Sagt var að hann hefði orðið T-3 á lokaúrtökumóti og 5 kæmust inn á risamótið, sem hefði þýtt að Haraldur hefði orðið fyrsti íslenski karlmaðurinn til að spila í 2 risamótum golfins.

Hið rétta er að hann náði ekki inn, að þessu sinni .

Haraldur lék úrtökuhringina tvo á samtals glæsilegum 2 undir pari, 138 höggum (69 69) og varð T-3 ásamt 7 öðrum.

Þar sem staðið var í þeirri trú að frétt heimildarmannsins væri rétt var því að óathuguðu máli haldið fram að það væru allir 8, sem urðu í 3. sæti, sem hefðu komist inn á risamótið.

Hið rétta er að þeir 8, sem urðu í 3. sæti, þurftu  að spila um 3 laus sæti á Opna bandaríska í bráðabana – því einungis 5 sæti voru í boði í þessu lokaúrtökumóti í New York.

3 þessara 8 tryggðu sér þátttökurétt með fugli í bráðabana, en Haraldur Franklín tapaði sárgrætilega á parinu.

Hin ranga frétt hefir nú verið tekin út, en þessi, hin rétta, sett í staðin, sem Golf 1 þykir ólýsanlega leitt í alla staði og biðst enn og aftur afsökunar á.

Sjá má lokastöðuna á New York úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: