Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2022 | 23:59

Opna bandaríska risamót kvenna 2022: 2. risatitill Minjee Lee í höfn!!!

Það var hin ástralska Minjee Lee sem sigraði á elsta risamóti kvennagolfsins, Opna bandaríska risamóti kvenna árið 2022.

Þetta er 2. risatitill hennar, en í fyrsta sinn, sem hún sigrar á Opna bandaríska.

Sigurskor Minjee var 13 undir pari, 271 högg (67 – 66 – 67 – 71).

Minjee  átti heil 4 högg á þá sem varð í 2. sæti Minu Harigae, frá Bandaríkjunum, sem var á samtals 9 undir pari, 275 höggum (64 – 69 – 70 – 72).

Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Minjee 1,8 milljón bandaríkjadala (u.þ.b. 234 milljón íslenskra króna).

Minjee er fædd 27. maí 1996 og er því nýorðin 26 ára. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2014 og hefir á atvinnumannsferli sínum sigrað 11 sinum; þar af tvívegis í risamótum. Fyrra risamótið sem Minjee sigraði á var Evían 2021.  Hún hefir sigrað 8 sinnum á LPGA, 2 sinnum á LET og 2 sinnum á ALPG.

Risamótið fór fram í Southern Pines, í Norður-Karólínu, dagana 2.-5. júní 2022.

Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska risamóti kvenna 2022 að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: