Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Axel Íslandsmeistari í holukeppni í karlaflokki!!!
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel sigrar á Íslandsmótinu í holukeppni en hann hefur einu sinni sigrað á sjálfu Íslandsmótinu árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru. Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2. „Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Heiða Íslandsmeistari í holukeppni í kvennaflokki!!!
Heiða Guðnadóttir, GM vann Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR í úrslitaviðureign í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni í gær, 21. júní 2015. Það var blíðskaparvegður á Jaðarsvelli á Akureyri, þar sem mótið fór fram eftir þokuslæðing kvöldið áður. Heiða sigraði Ólafíu í úrslitum 4/3. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð þriðja eftir 2/0 sigur gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr Golkfklúbbnum Keili. „Ég kom sjálfri mér á óvart á þessu móti – og núna þorði ég að vinna,“ sagði Heiða eftir sigurinn, en hún náði langt í fyrra í þessari keppni en tapaði þá fyrir systur sinni Karen Guðnadóttur úr GS. „Ég fann það bara í gær að ég gæti alveg unnið þetta Lesa meira
Birgir Leifur varð í 58. sæti í Frakklandi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt á Najeti Open Presented by Neuflize OBC, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar. Mótið fór fram hjá St. Omer golfklúbbnum í Lumbres, í Frakklandi. Birgir Leifur lék á samtals 8 yfir pari, 292 höggum (72 72 74 74) og lauk keppni í 58. sæti. Það var heimamaðurinn Sebastian Gros sem sigraði á 14 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Najeti Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín María Þorsteinsdóttir – 21. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín María Þorsteinsdóttir, GM. Kristín María er fædd 21. júní 1998 og því 17 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristín María Þorsteinsdóttir (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (48 ára); Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 21. júní 1970 (45 ára); Matt Kuchar 21. júní 1978 (37 ára); William McGirt 21. júní 1979 (36 ára); Ferðamálasamtök Vestfjarða 21. júní 1983 (32 ára); Bluessamband Vestfjarða, 21. júní 1984 (31 árs)Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (29 ára); Stacey Keating 21. júní 1986 (29 ára); Lesa meira
Player með epískt svar í golfþætti
Þáttastjórnandi Morning Drive hefir varla átt von á þessari romsu frá einni golfgoðsögninni Gary Player. Hann bauð góðan daginn og spurði Player síðan hvernig hann hefði það? Player gaf svar sem pistlahöfundi Golf Digest þykir epískt, m.a. í hversu löngu máli hann svarar lítilli spurningu. Player notaði tækifærið til þess að gagnrýna Chambers Bay þar sem Opna bandaríska risamótið fer fram. Sjá má grein Golf Digest og myndskeið af Player með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Pottþétt að Íslandsmeistaratitillinn í holukeppni í karlaflokki fer til GK
Það eru GK-ingarnir Benedikt Sveinsson og Axel Bóasson, sem keppa til úrslita um Íslandsmeistarann í holukeppni. Það verður því kylfingur úr Golfklúbbnum Keili sem stendur uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni. Þeir Axel og Benedikt unnu báðir viðureignir sínar í morgun: Axel hafði betur gegn Stefáni Má Stefánssyni GR 4&3 Benedikt vann Theedór Emil Karlsson, GM 1&0. Það verða því þeir Stefán Már Stefánsson GR og Theodór Emil Karlsson GM, sem bítast um bronsið á Íslandsmótinu í holukeppni. Í kvennaflokki sátu þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Heiða Guðnadóttir, GM hjá í 8 kvenna úrslitium, en það eru einmitt þær sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í kvennaflokki. GK-konurnar Anna Sólveig Snorradóttir og Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (3): Jóhanna Lea sigrað í stelpuflokki!
Þriðja mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, 20. júní 2015. Þátttakendur voru 50 og voru þátttakendur í stelpuflokki 14 ára og yngri 13. Sigurvegari varð Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR en hún lék á 27 yfir pari, 99 höggum og var sú eina af stelpunum sem braut 100! Vel gert!!! Í 2. sæti í stelpulfokki varð Katrín Lind Kristjánsdóttir, GR á 103 höggum. Í 3. sæti varð síðan Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM á 105 höggum. Úrslit í stelpuflokki í 3. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2015 urðu eftirfarandi: 1 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 28 F 50 49 99 27 99 99 27 2 Katrín Lind Kristjánsdóttir GR 28 Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (3): Sveinn Andri sigraði í strákaflokki!
Þriðja mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, 20. júní 2015. Þátttakendur voru 50, langflestir í strákaflokki, 34 og úr þeim flokki kom m.a. sigurvegarinn yfir allt mótið þ.e. sá sem var á besta skorinu af öllum þátttakendum en það var Sveinn Andri Sigurpálsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sveinn Andri lék á 5 yfir pari, 77 höggum. Í 2. sæti í strákaflokki varð Stefán Hilmar Gautason, NK en hann lék á 9 yfir pari, 81 höggi og í 3. sæti varð Bjarni Þór Lúðvíksson, GR á 11 yfir pari, 83 höggum. Úrslit í strákaflokki í 3. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 2015 urðu eftirfarandi: 1 Sveinn Andri Sigurpálsson GM Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Thelma Björt sigraði í telpnaflokki!!!
Þriðja mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, 20. júní 2015. Þátttakendur voru 50 og voru þátttakendur í telpuflokki 15-16 ára 2. Sigurvegari varð Thelma Björt Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Hún var á 16 yfir pari, 88 höggum Í 2. sæti varð Andrea Nordquist Ragnarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Andrea lék á 31 yfir pari 103 höggum. Að þessu sinni var enginn þátttakandi í drengjaflokki í Áskorendamótaröðinni, sem er óvenjulegt!!!
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (3): Yngvi Marinó sigraði í piltaflokki!
Þriðja mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, 20. júní 2015. Þátttakendur voru 50 en þátttakandi í piltaflokki 17-18 ára var aðeins 1; Yngvi Marinó Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss. Yngvi Marinó tók því gullið í Sandgerði í piltaflokki. Enginn þátttakandi var 2. mótið í röð í stúlknaflokki 17-18 ára.










