Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2015 | 08:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (3): Yngvi Marinó sigraði í piltaflokki!

Þriðja mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, 20. júní 2015.

Þátttakendur voru 50 en  þátttakandi  í piltaflokki 17-18 ára var aðeins 1; Yngvi Marinó Gunnarsson, úr Golfklúbbi Selfoss.

Yngvi Marinó tók því gullið í Sandgerði í piltaflokki.

Enginn þátttakandi var 2. mótið í röð í stúlknaflokki 17-18 ára.