Frá 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar á Jaðrinum á Akureyri. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2015 | 13:30

Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Pottþétt að Íslandsmeistaratitillinn í holukeppni í karlaflokki fer til GK

Það eru GK-ingarnir Benedikt Sveinsson og Axel Bóasson, sem keppa til úrslita um Íslandsmeistarann í holukeppni.

Það verður því kylfingur úr Golfklúbbnum Keili sem stendur uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni.

Þeir Axel og Benedikt unnu báðir viðureignir sínar í morgun:

Axel hafði betur gegn Stefáni Má Stefánssyni GR 4&3

Benedikt vann Theedór Emil Karlsson, GM 1&0.

Það verða því þeir Stefán Már Stefánsson GR og Theodór Emil Karlsson GM, sem bítast um bronsið á Íslandsmótinu í holukeppni.

Í kvennaflokki sátu þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Heiða Guðnadóttir, GM hjá í 8 kvenna úrslitium, en það eru einmitt þær sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í kvennaflokki.

GK-konurnar Anna Sólveig Snorradóttir og Signý Arnórsdóttir keppa um 3. sætið.