
Íslendingarnir 3 úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu (The Amateur Championship).
Þetta voru þeir: Hlynur Bergsson (GKG), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hákon Örn Magnússon (GR). Alls eru 288 keppendur og eru þeir allir í fremstu röð áhugakylfinga á heimsvísu. Leiknar voru 36 holur og að þeim loknum tekur við holukeppni þar sem að 64 efstu leika til úrslita.
Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, er með í för.
Mótið fer fram dagana 13.-15. júní 2022 og er keppt er á tveimur völlum, Royal Lytham og St. Annes Old Links, sem eru þekktir keppnisvellir og eru staðsettir eru fyrir norðan Liverpool og rétt sunnan við Blackpool.
Mótið á sér langa sögu en fyrsta var það haldið árið 1885 þar sem að 44 kylfingar frá 12 klúbbum á Bretlandseyjum tóku þátt. Margir þekktir kylfingar hafa náð að sigra á þessu móti á upphafsárum ferils þeirra og má þar nefna Bobby Jones, Sergio Garcia og José María Olazábal.
Eftir 2. dag eru íslensku kylfingarnir úr leik, þ.e. eru ekki meðal efstu 64, sem halda áfram í holukeppnina:
Hákon Örn Magnússon lék á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (70 74) og varð T-80 í höggleikshlutanum.
Hlynur Bergsson lék á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (72 73) og varð T-100 í höggleikshlutanum.
Kristófer Karl Karlsson lék á samtals 21 yfir pari, 163 höggum (84 79) og varð T-282 í höggleikshlutanum
- júlí. 6. 2022 | 17:30 Will Zalatoris þvertekur fyrir að ætla að ganga til liðs við LIV Golf
- júlí. 6. 2022 | 16:30 GBB: Guðný og Heiðar Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jón Gunnar Kanishka Shiransson – 6. júlí 2022
- júlí. 6. 2022 | 15:00 GÓS: Birna og Eyþór klúbbmeistarar 2022
- júlí. 6. 2022 | 10:00 GHG: Inga Dóra og Fannar Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 20:00 GÍ: Bjarney og Hrafn klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2022
- júlí. 5. 2022 | 11:00 GMS: Helga Björg og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 10:00 LIV: Graeme McDowell sér eftir að hafa varið ákvörðun sína að ganga til liðs við LIV
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!