Adam Hadwin
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2022 | 23:59

Opna bandaríska 2022: Adam Hadwin leiðir e. 1. dag

Í dag hófst í Brookline, Massachusetts 122. Opna bandaríska risamótið.

Eftir 1. dag leiðir kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin, en hann lék á 4 undir pari, 66 höggum.

Fimm kylfingar deila 2. sætinu en það eru: Rory McIlroy og síðan 4 fremur óþekktir kylfingar: Callum Tarren frá Englandi, David Lingmerth frá Svíþjóð; Joel Dahmen frá Bandaríkjunum og MJ Daffue frá S-Afríku.

Þeir léku allir á 3 undir pari, 67 höggum.

Sjá má stöðuna á Opna bandaríska að öðru leyti eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Adam Hadwin