Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 18:00

LET: Brontë Law & Garcia liðið sigruðu á Aramco Team Series Ldn

Aramco Team Series London, fór fram dagana 16.-18. júní 2022 á Centurion vellinum í London.

Mótið er bæði einstaklings- og liðakeppni.

Brontë Law

Í einstaklingskeppninni sigraði enski kylfingurinn Brontë Law, en hún lék á samtals 9 undir pari, 210 höggum (68 71 71). Í 2. sæti varð landa hennar Georgia Hall á samtals 8 undir pari og í 3. sæti varð Linn Grant á samtals 7 undir pari.

Í liðakeppninni vann „Garcia-liðið“ þ.e. þær Nicole Garcia, Kelly Whaley, Madelene Stavnar og áhugamaðurinn Mia Baker.

Sjá má lokastöðuna á Aramco Team Series London með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Garcia-liðið. Mynd: LET