„Golfdagurinn á Norðurlandi“ sló í gegn hjá kylfingum á öllum aldri
„Golfdagurinn á Norðurlandi“ fór fram þriðjudaginn 14. júní 2022, á Sauðárkróki.
Viðburðurinn fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og er „Golfdagurinn á Norðurland“ annar viðkomustaðurinn á þessu sumri í samstarfsverkefninu sem GSÍ, KPMG og PGA standa að. Fyrsti viðkomustaðurinn var á Vesturlandi hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi.
Boðið var upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinn undir handleiðslu PGA kennara. Fjölmargir kylfingar á öllum aldri komu í heimsókn og skemmtu sér í golfi og skemmtilegum leikjum. Í lok dagsins var boðið upp á grillveislu fyrir þátttakendur.
Samhliða Golfdeginum fengu nokkir áhugasamir einstaklingar leiðbeiningar frá PGA kennurunum hvað varðar uppsetningu og framkvæmd einfaldra leikjanámskeiða. Markmiðið með þeirri fræðslu er að skilja eftir þekkingu til þess að efla innra starf golfklúbba á svæðinu þar sem að PGA kennarar eru ekki til staðar.
Á Norðurlandi er öflugt starf hjá fjölmörgum golfklúbbum landshlutans en eftirtaldir klúbbar eru í landslhlutanum auk Golfklúbbs Skagafjarðar.
Golfklúbbur Skagafjarðar, Golfklúbbur Skagastrandar, Golfklúbburinn Ós (Blönduós), Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Fjallabyggðar (Ólafsfjörður), Golfklúbburinn Hamar Dalvík, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbburinn Lundur (Vaglaskógur), Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbbur Mývatnssveitar og Golfklúbburinn Gljúfri eru allir með öflugt starf í þessum landshluta.
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024