Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2022 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur nú þátt í Italian Challenge Open, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram á Golf Nazionale, Viterbo, á Ítalíu, dagana 30. júní – 3. júlí 2022.

Guðmundur Ágúst lék á 2 yfir pari, 73 höggum á 1. hring.

Niðurskurður miðast sem stendur við slétt par, þannig að Guðmundur Ágúst þarf að spila 2. hring betur, til að komast í gegn.

Sjá má stöðuna á Italina Challenge Open með því að SMELLA HÉR: