Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 00:34

LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!

Það var Branden Grace frá S-Afríku, sem sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar, LIV Golf Series.

Grace lék á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 69 65).

Í 2. sæti varð Carlos Ortiz á samtals 11 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan Patrick Reid, sem tók nú í fyrsta sinn þátt í móti á arabísku ofurgolfmótaröðinni og Dustin Johnson, báðir á samtals 9 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Pumpkin Ridge með því að SMELLA HÉR: