
Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín 2 höggum frá því að komast á Opna breska
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku báðir þátt á lokaúrtökumótinu fyrir Opna mótið 2022, sem er eitt af risamótunum fjórum á þessu ári hjá atvinnukylfingum í karlaflokki.
Íslensku kylfingarnir léku á The Prince’s vellinum á Englandi en leikið var á fjórum keppnisvöllum á sama tíma, þriðjudaginn 28. júní.
Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur og leiknar voru 36 holur á einum keppnisdegi – og fjórir keppendur af hverjum velli fyrir sig komust inn á sjálft risamótið sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi um miðjan júlí.
Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst léku báðir á 144 höggum eða pari vallar og voru þeir tveimur höggum frá því að komast í bráðabana um eitt af fjórum efstu sætunum. Þeir enduðu því jafnir í 11. sæti.
Fimm kylfingar léku í bráðabana um 4. sætið og komst Englendingurinn Jack Floyd áfram með því að fá fugl á fyrstu holu bráðabanans.
Matthew Ford frá Englandi var efstur á -5 og jafnir í 2.-3. sæti á -3 voru þeir Jamie Rutherford frá Englandi og Írinn Ronan Mullarney.
Smelltu hér fyrir stöðuna á The Prince’s.
Smelltu hér fyrir stöðuna á lokaúrtökumótinu á völlunum fjórum:
Alls tóku 288 keppendur þátt á völlunum fjórum og komast 16 áfram, fjórir af hverjum velli.
Ef kylfingar voru jafnir í sætunum sem gáfu keppnisrétt á Opna mótinu þá var leikinn bráðabani um það hverjir komast áfram.
Haraldur Franklín hefur komist inn á Opna mótið með því að vera í einu af efstu sætunum á lokaúrtökumóti – en það gerði hann árið 2018 á þessum sama keppnisvelli, The Prince’s. Þar lék hann á tveimur höggum undir pari samtals og tryggði sér keppnisrétt á Opna mótinu á Carnoustie vellinum – fyrstur íslenskra karlkylfinga.
Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum á sama tíma:
Fairmont St. Andrews
Hollinwell
Prince’s
St. Annes old Links.
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023