Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 07:00

NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters

Andri Þór Björnsson, GR, var meðal þátttakenda á PGA Championship Landeryd Masters, móti vikunnar á Ecco Tour, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst.: NGL).

Andri Þór lék á samtals 9 yfir pari, 293 höggum (69 70 71 83) og var 12 högga sveifla milli 3. og 4. hrings hjá honum, sem er óvenjulegt fyrir hann.

Andri Þór var eins og sjá má búinn að spila frábært golf og var á 3 undir pari fyrir lokahringinn en endaði í 9 yfir pari og í 53. sæti.

Sigurvegari mótsins var Svíinn Rasmus Holmberg, en hann lék á samtals 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á PGA Championship Landeryd Masters með því að SMELLA HÉR: