GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
Það voru 39 konur, sem tóku þátt í hinu árlega, glæsilega kvennamóti GSS, sem fram fór í ágætis veðri í gær, laugardaginn 2. júlí 2022, á Hlíðarendavelli, á Sauðárkróki.
Kvennamót GSS er með glæsilegri kvennamótum sem haldin eru hérlendis og er að skapa sér fastan sess, í kvennagolfmótaflórunni á Íslandi.
Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf.
Sigurvegari mótsins í ár var heimakonan í GSS, Una Karen Guðmundsdóttir en hún var með 41 punkt. Þess mætti geta að Una Karen er aðeins 15 ára.
Í næstu 4 sætum voru keppendur úr GA þ.e. í 2. sæti varð Eygló Birgisdóttir, GA með 39 punkta. Þriðja sætinu deildu GA-ingarnir Fanný Bjarnadóttir og Linda Hrönn Benediktsdóttir á 36 punktum og 5. sæti varð Hrefna Svanlaugsdóttir úr GA á 35 punktum.
Sjötta sætinu deildu síðan Jósefína Benediktsdóttir, GKS; Dagbjört Rós Hermundsdóttir, GSS og Marsibil Sæmundsdóttir, GHD, allar á 34 punktum.
Í 9. sæti varð svo Dagný Finnsdóttir, GKS á 32 punktum.
Sjá má öll úrslit úr kvennamóti GSS 2022 með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024