Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2022 | 10:00

GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!

Það voru 39 konur, sem tóku þátt í hinu árlega, glæsilega kvennamóti GSS, sem fram fór í ágætis veðri í gær, laugardaginn 2. júlí 2022, á Hlíðarendavelli, á Sauðárkróki.

Kvennamót GSS er með glæsilegri kvennamótum sem haldin eru hérlendis og er að skapa sér fastan sess, í kvennagolfmótaflórunni á Íslandi.

Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf.

Sigurvegari mótsins í ár var heimakonan í GSS, Una Karen Guðmundsdóttir en hún var með 41 punkt. Þess mætti geta að Una Karen er aðeins 15 ára.

Una Karen Guðmundsdóttir, sigurvegari Kvennamóts GSS 2022

Í næstu 4 sætum voru keppendur úr GA þ.e. í 2. sæti varð Eygló Birgisdóttir, GA með 39 punkta.  Þriðja sætinu deildu GA-ingarnir Fanný Bjarnadóttir og Linda Hrönn Benediktsdóttir á 36 punktum og 5. sæti varð Hrefna Svanlaugsdóttir úr GA á 35 punktum.

Sjötta sætinu deildu síðan Jósefína Benediktsdóttir, GKS; Dagbjört Rós Hermundsdóttir, GSS og Marsibil Sæmundsdóttir, GHD, allar á 34 punktum.

Í 9. sæti varð svo Dagný Finnsdóttir, GKS á 32 punktum.

Sjá má öll úrslit úr kvennamóti GSS 2022 með því að SMELLA HÉR: