Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 09:00

The Masters 2016: Spieth enn efstur í hálfleik

Jordan Spieth átti mun slakari 2. hring en upphafshringinn en hann heldur enn forystu á The Masters. Fyrsta hring Masters lék Spieth á 66 glæsihöggum en 8 högga sveifla var á 2. hring, sem hann lék á 74 höggum. Á 2. hringnum hjá Spieth, sem var ansi skrautlegur, fékk hann 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Þetta er fyrsti hringur á Masters ferli Spieth sem hann spilar yfir pari. En nú munar bara 1 höggi á Spieth og Rory McIlroy. Spieth hefir spilað á 4 undir pari, 140 höggum (66 74) en Rory 3 undir pari, 141 höggi (70 71). Þeir tveir leika því í draumalokaráshópnum á The Masters og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 08:00

GA: Samningur við Vídalín veitingar endurnýjaður

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má finna eftirfarandi frétt: „(Nú í morgun) 8. apríl 2016  var undirritaður nýr samningur milli GA og Vídalín Veitinga. Á síðastliðnu ári hafa átt sér stað miklar breytingar í golfskálanum á Jaðri og öll aðstaða batnað til muna. Eftir þessar breytingar sem hafa verið gerðar er það alveg ljóst að sú aðstaða sem nú er til staðar hefur hefur upp á mun meira að bjóða, sem gefur bæði klúbbnum sem og Vídalín Veitingum aukna möguleika í veisluhöldum og ýmsu öðru. Vídalín Veitingar vilja að sjálfsögðu taka þátt í þessari miklu uppbyggingu með okkur og því hefur verið samið um hærri leigutekjur til handa GA. Það hefur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2016

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2016 | 14:09

The Masters 2016: Els sexpúttaði á 1. braut á 1. degi

Ernie Els, sigurvegari á 68 mótum þ.á.m tveimur Opnum breskum risamótum og tveimur Opnum bandarískum risamótum, gat ekki skýrt hvers vegna hann 6-púttaði eins og byrjandi á 1. hring Masters risamótsins í gær. „Ég veit ekki …. ég veit ekki,“ sagði Els aðspurður um hvað gerðist. Það tæknilegasta sem kom frá honum var að hann hefði fengið nokkuð sem kallast ‘heebie-jeebies’ þegar hann stóð yfir boltanum. Els var með 9 högg á 402 metra 1. holu Augusta national og það er alls ekki versta skorið á þeirri braut. Öðrum hefir farnast jafnilla og verr en honum á undan t.a.m. Billy Casper (14), Tsuneyuki Nakajima (13) og Tom Weisskopf (13) sem allir hafa, eins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2016 | 10:00

The Masters 2016: Spieth efstur e. 1. dag

Jordan Spieth hélt bara áfram þar sem frá var horfið í fyrra og er efstur eftir 1. hring The Masters risamótsins, sem hófst í gær, 7. apríl 2016. Þetta er í 80. skiptið sem The Masters risamótið fer fram. Spieth hefur titilvörnina vel. Hann lék á 6 undir pari, 66 höggum og hefir 2 högga forystu á þá sem næstir koma. Jafnir í 2. sæti á 68 höggum hvor, eru Danny Lee og Shane Lowry. Til þess að sjá stöðuna á The Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2016 | 07:00

GKG: Íþróttamiðstöðin opnar á morgun – 9. apríl 2016

Á heimasíðu GKG má lesa eftirfarandi frétt: „Kæru félagar, þá er komið að þeim langþráða áfanga að opna Íþróttamiðstöðina okkar með formlegum hætti. Athöfnin verður laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Athöfnin hefst kl. 16:00 með því að klippt verður á borða. Samhliða formlegri dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar. Eftir að formlegri dagskrá lýkur munu afrekskylfingar GKG sjá um golfþrautir víðs vegar um húsið. Verður því opið hús á laugardagskvöldi til kl. 20:00 og milli kl. 10:00 og 16:00 á sunnudeginum. Hægt verður að vinna til ýmissa verðlauna í golfþrautunum. Auk þess verða veglegir vinningar dregnir úr skorkortum. Vonumst til að sjá ykkur, stjórn og starfsfólk GKG„

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 35 ára í dag. Suzann er nr. 6 á Rolex-heimslista kvenna og þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 21 titil þ.e.: 15 á LPGA, 7 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Christie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009. Suzann hefir 8 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 ,2011, 2013 og 2015) tekið þátt í Solheim Cup liði Evrópu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 14:00

Catriona Matthew hlaut viðurkenningu f. ævistarf af skoska golfsambandinu – fyrst kvenkylfinga

Skoska golfdrottningin Catriona Matthew hlaut eina af æðstu viðurkenningum golfíþróttarinnar í Skotlandi og bætti nafni sínu við lista þekktra skoskra kylfinga sem áður hafa hlotið viðurkenninguna en það eru m.a.:  Sandy Lyle, Paul Lawrie, Colin Montgomerie og Sam Torrance. Matthew hlaut hin svonefndu  Scottish Golf’s Lifetime Achievement Award (þ.e. viðurkenningu fyrir ævistarf) og varð fyrsti kvenkylfingurinn sem hlaut þessa viðurkenningu. „Já, augljóslega fékk þetta mig til að finnast ég svolítið gömul,“ sagði Matthew og hló. „En augljóslega er þetta líka mikill heiður. Í hvert sinn sem minnst er á mann í sama andardrætti og þessa kylfinga, sem er þeir þekktustu í skosku golfi þá er það frábært.“ Matthew hlaut viðurkenninguna á sama tíma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 12:00

Tiger sat með Jack og Arnie og skemmti sér vel á Champions Dinner

Viðvera Tiger Woods á Masters á þessu ári var styttri en hann myndi hafa kosið, en a.m.k. naut hann þess að vera á Augusta National að þessu sinni.  Nú s.l. þriðjudag fór hann í Champions Dinner og átti ekki til nógu sterk orð yfir matseðlinum að þessu sinni og félagsskapnum. Þannig skrifaði Tiger á Twitter: „Unreal food. @JordanSpieth did an amazing job.“ (Lausleg þýðing: Ótrúlegur matur @Jordan Spieth stóð síg frábærlega.“) Ekki að það sé neitt sem komi á óvart en hér má rifja upp nammilega Champions Dinner matseðillinn, sem sigurvegari s.l. árs Jordan Spieth, setti saman handa félögum sínum og andstæðingum á vellinum: En Tiger fannst líka gaman að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 08:00

Monty skilur við 2. eiginkonu sína

Colin Montgomerie (Monty) býr nú á hóteli eftir að 2. hjónaband hans við billjónamærings eiginkonu hans er farið út um þúfur. Þetta er 6 árum eftir að hann átti í sambandi við gamla ástkonu sína, en sagðist seinna „í skýjunum“ yfir að eiginkona hans Gaynor Knowles hefði fyrirgefið honum. Vinir Monty sögðu The Sun að það hefði verið hans ákvörðun að flytja út af heimili þeirra í  Dunning, Perthshire. Monty, sem er frá Troon, í Ayrshire, giftist 2. eiginkonu sinni í £1.2milijóna viðhöfn árið 2008 í Loch Lomond golfklúbbnum í Skotlandi. Knowles, 4 barna móðir –  fyrrum ekkja húsgagnarisans George Knowles sem dó 2003 og arfleiddi hana að £20milljóna auðæfum hennar, er sögð eyðilögð. Hún fyrirgaf Lesa meira