Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2016 | 10:00

The Masters 2016: Spieth efstur e. 1. dag

Jordan Spieth hélt bara áfram þar sem frá var horfið í fyrra og er efstur eftir 1. hring The Masters risamótsins, sem hófst í gær, 7. apríl 2016.

Þetta er í 80. skiptið sem The Masters risamótið fer fram.

Spieth hefur titilvörnina vel. Hann lék á 6 undir pari, 66 höggum og hefir 2 högga forystu á þá sem næstir koma.

Jafnir í 2. sæti á 68 höggum hvor, eru Danny Lee og Shane Lowry.

Til þess að sjá stöðuna á The Masters SMELLIÐ HÉR: