Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2016 | 09:00

The Masters 2016: Spieth enn efstur í hálfleik

Jordan Spieth átti mun slakari 2. hring en upphafshringinn en hann heldur enn forystu á The Masters.

Fyrsta hring Masters lék Spieth á 66 glæsihöggum en 8 högga sveifla var á 2. hring, sem hann lék á 74 höggum.

Á 2. hringnum hjá Spieth, sem var ansi skrautlegur, fékk hann 4 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Þetta er fyrsti hringur á Masters ferli Spieth sem hann spilar yfir pari.

En nú munar bara 1 höggi á Spieth og Rory McIlroy.

Spieth hefir spilað á 4 undir pari, 140 höggum (66 74) en Rory 3 undir pari, 141 höggi (70 71).

Þeir tveir leika því í draumalokaráshópnum á The Masters og eflaust munu flestra augu vera á þessum bestu kylfingum heims.

Sjá má stöðuna á The Masters eftir 2. hring með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 2. hrings The Masters með því að SMELLA HÉR: