Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 12:00

Tiger sat með Jack og Arnie og skemmti sér vel á Champions Dinner

Viðvera Tiger Woods á Masters á þessu ári var styttri en hann myndi hafa kosið, en a.m.k. naut hann þess að vera á Augusta National að þessu sinni.  Nú s.l. þriðjudag fór hann í Champions Dinner og átti ekki til nógu sterk orð yfir matseðlinum að þessu sinni og félagsskapnum.

Þannig skrifaði Tiger á Twitter: „Unreal food. @JordanSpieth did an amazing job.“ (Lausleg þýðing: Ótrúlegur matur @Jordan Spieth stóð síg frábærlega.“)

Ekki að það sé neitt sem komi á óvart en hér má rifja upp nammilega Champions Dinner matseðillinn, sem sigurvegari s.l. árs Jordan Spieth, setti saman handa félögum sínum og andstæðingum á vellinum:

1-a-js-dinner
En Tiger fannst líka gaman að vera með strákunum.

Þannig skrifar hann á Twitter: „It was fun catching up with some old friends and telling stories. And sitting next to my man MO.“ (Lausleg þýðing: Það var gaman að hitta gömlu vinina og segja sögur. Og sitja við hliðina á mínum manni MO.“

Tiger talar um „MO“ í staðinn fyrir „Marko“ en þar á hann við Mark O’Meara.  Svo virðist sem Tiger hafi bara komið vel saman við alla s.l. þriðjudagskvöld, en hann stóð við hlið Trevor Immelman, Phil Mickelson og Fuzzy Zoeller þegar meðfylgjgandi mynd af Champions Dinner mannskapnum var tekinn.

En Tiger varði líka tíma sínum í að tala við hinar 2 golfgoðsagnirnar sem voru viðstaddar Jack Nicklaus (sem unnið hefir 6 græna jakka) og Arnold Palmer (sem unnið hefir 4 græna jakka) en sjálfur hefir Tiger unnið 4.

Þannig skrifaði Tiger: „Pretty cool that at dinner tonight 3 of us sitting next to each other have won a combined 14 green jackets.“ (Lausleg þýðing: Ansi svalt á dinnernum í kvöld (þriðjudagskvöldið s.l. þ.e. 5. apríl s.l.) að við sátum saman, sem saman höfum unnið 14 græna jakka.)

Þeir eru einu 3 kylfingarnir sem hafa unnið a.m.k. 4 græna jakka, hver.  Býsna góður félagsskapur það!