Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2016 | 14:09

The Masters 2016: Els sexpúttaði á 1. braut á 1. degi

Ernie Els, sigurvegari á 68 mótum þ.á.m tveimur Opnum breskum risamótum og tveimur Opnum bandarískum risamótum, gat ekki skýrt hvers vegna hann 6-púttaði eins og byrjandi á 1. hring Masters risamótsins í gær.

Ég veit ekki …. ég veit ekki,“ sagði Els aðspurður um hvað gerðist. Það tæknilegasta sem kom frá honum var að hann hefði fengið nokkuð sem kallast ‘heebie-jeebies’ þegar hann stóð yfir boltanum.

Els var með 9 högg á 402 metra 1. holu Augusta national og það er alls ekki versta skorið á þeirri braut.

Öðrum hefir farnast jafnilla og verr en honum á undan t.a.m. Billy Casper (14), Tsuneyuki Nakajima (13) og Tom Weisskopf (13) sem allir hafa, eins og sjá má verið á verra skori. .

Sprengjur eru þekktar á Augusta National en venjulegast eiga þær sér stað í pressunni á lokahringnum á sunnudaginn en ekki á 1. holu í upphafi móts.

Forystumaðurinn 1. dags, Jordan Spieth sagði: „Mér líður illa fyrir hönd Ernie … ég hef svo sannarlega átt mín móment, við allir höfum átt þau […].

Sjá má sex-pútt Ernie á 1. holu Augusta National með því að SMELLA HÉR: