Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 14:00

Catriona Matthew hlaut viðurkenningu f. ævistarf af skoska golfsambandinu – fyrst kvenkylfinga

Skoska golfdrottningin Catriona Matthew hlaut eina af æðstu viðurkenningum golfíþróttarinnar í Skotlandi og bætti nafni sínu við lista þekktra skoskra kylfinga sem áður hafa hlotið viðurkenninguna en það eru m.a.:  Sandy Lyle, Paul Lawrie, Colin Montgomerie og Sam Torrance.

Matthew hlaut hin svonefndu  Scottish Golf’s Lifetime Achievement Award (þ.e. viðurkenningu fyrir ævistarf) og varð fyrsti kvenkylfingurinn sem hlaut þessa viðurkenningu.

Já, augljóslega fékk þetta mig til að finnast ég svolítið gömul,“ sagði Matthew og hló. „En augljóslega er þetta líka mikill heiður. Í hvert sinn sem minnst er á mann í sama andardrætti og þessa kylfinga, sem er þeir þekktustu í skosku golfi þá er það frábært.

Matthew hlaut viðurkenninguna á sama tíma og kvengolfsambandið, Ladies Golf Union,  sameinaðist R&A og þ.á.m. skoska golfsambandinu.

Jamms, fyrsti kvenkylfingurinn og svo hafa samböndin tvö sameinast þannig að þetta var mikil viðhöfn heima, við erum öll sameinuð undir í skosku golf fremur en að konur og karlar séu sér.  Þannig að þetta var frábært kvöld.

Catriona var nýliði árið 1995 og á að baki 4 sigra á LPGA, þ.á.m. sigur í Ricoh Women’s British Open risamótinu 2009, auk þess sem hún hefir verið í 7  Solheim Cup liðum. En fyrir Matthew, þá er margt framundan ennþá í golfinu. T.a.m. vinnur hún hörðum höndum að því að tryggja sér sæti í Olympíuliði Skotlands, en hana langar til Ríó.

„Það er mikill hvati, ég meina ég hef tekið þátt í öllu öðru og gert allt í golfi þannig að þetta er eina tækifærið mitt að komast í lið í ár, þannig að þetta hvetur mig áfram.“

Matthew er sem stendur nr. 68 á Rolex-heimslista kvenna og hún ásamt Charley Hull myndu verða kvenkylfings fulltrúar Breta í Ríó. En Ólympíuleikarnir eru ekki eina markmið Matthew, sem vinnnur hörðum höndum 2016.

Ég var meðal þeirra efstu á Bahamas og í Ástralíu þannig að það er markmiðið mitt í ár (að vinna mót). Það var það aldrei, því ég hafði ekki tækifæri á að vinna mót í fyrra.  Á þessu ári er það markmið að vera að keppa til sigurs á sunnudögum, sem ég hef gert í tveimur af 3 mótum sem ég hef tekið þátt í, í ár, þannig að það er góð byrjun.“