Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2016 | 08:00

Monty skilur við 2. eiginkonu sína

Colin Montgomerie (Monty) býr nú á hóteli eftir að 2. hjónaband hans við billjónamærings eiginkonu hans er farið út um þúfur.

Þetta er 6 árum eftir að hann átti í sambandi við gamla ástkonu sína, en sagðist seinna „í skýjunum“ yfir að eiginkona hans Gaynor Knowles hefði fyrirgefið honum.

Vinir Monty sögðu The Sun að það hefði verið hans ákvörðun að flytja út af heimili þeirra í  Dunning, Perthshire.

Monty, sem er frá Troon, í Ayrshire, giftist 2. eiginkonu sinni í £1.2milijóna viðhöfn árið 2008 í Loch Lomond golfklúbbnum í Skotlandi.

Knowles, 4 barna móðir –  fyrrum ekkja húsgagnarisans George Knowles sem dó 2003 og arfleiddi hana að £20milljóna auðæfum hennar, er sögð eyðilögð.

Hún fyrirgaf hinum 52 ára Monty eftir að hann átti í leynilegu ástarsamandi við fyrrum kærustu sína, Joanne Baldwin, aðeins 2 árum eftir að hún og Monty giftu sig.

Monty sagði á þeim tíma: „Ég hef sett hjónaband mitt undir mikið álag en við erum að vinna í vandamálunum. Ég er mjg leiður yfir þeim sársauka sem ég hef valdið þeim sem ég elska svo mikið.“

Þegar allt virtist aftur vera á góðri leið sagði Monty: „Ég er ánægður með að við höfum unnið í málum okkar og allt er í góðu lagi núna.“

 

Monty skiptir nú tíma sínum milli þess að dveljast á hótelum og vera hjá föður sínum í Ayrshire.

Knowles er sögð alveg snælduvitlaus er að leggja drög að skilnaðarpappírunum.

Heimildarmaður sagði: „Colin ákvað að ljúka þessu og Gaynor var alveg eyðilög. Hún er alveg snælduvitlaus eftir að hafa tekið honum aftur og er nú að leggja drög að skilnaðarpappírunum. Hún ætlar að ganga í gegnum skilnað í þetta sinn.“

Monty skildi við fyrstu eiginkonu sína  Eimear Wilson, sem var æskuástin hans árið 2004 eftir 14 ára hjönaband og eftir 3 sameiginleg börn.  Sagt var að hún hefði sett Monty afarkosti hann yrði að velja milli hennar eða golfsins.  Golfið er býsna sterkt í svona afarkostum!

Eftir að giftast Knowles 2008 kom í ljós að 2010 hafði Monty endurvakið ástarsamband sitt við Baldwin, sem er 50 ára móðir tveggja barna. Þau áttu í ástarsambandi 2005.

 

Ástríðufullt ástarsamband þeirra varði nokkra mánuði áður en Monty játaði fyrir Knowles.

Þegar ástin var sem heitust á fyrstu dögum sambands síns við Knowles eyddi Monty léttilega 30.000 pundum í einkaþotu til þess að fljúgja úr golfmóti í Þýskalandi og fara með sína heittelskuðu á Robbie Williams tónleika í Skotlandi.

En nú eru þeir dagar liðnir a.m.k. með Knowles.