
Afmæliskylfingur dagsins: Nelly Korda – 28. júlí 2022
Það er Nelly Korda, sem er afmæliskylfingur dagsins. Nelly Korda er fædd 28. júlí 1998 í Bradenton, Flórída og er því 24 ára í dag. Hún átti töfrum líkast golfár 2021, sigraði þá á fyrsta risamóti sínu, Women´s PGA Championship (27. júní 2021) og eins sigraði hún vikunni þar áður í Mejer Classic og á Gainbridge LPGA at Boca Rio, í 28. febrúar 2021.
Nú í ár hefir ekki gengið eins vel. Sigrar hennar í fyrra voru alls 4, þeir mestu á einu ári hjá Nelly í fyrra, en í ár hefir henni enn ekki tekst að sigra í neinu móti. Veikindi hafa plagað hana nú í ár, en í maí greindist hún með blóðtappa í vinstri handlegg og gekkst undir skurðaðgerð.
Alls eru atvinnumannssigrar Nelly orðnir 10, þar af 7 á LPGA.
Nelly er dóttir tennisleikaranna Reginu og Petr Korda og hún á tvö systkini golfdrottninguna Jessicu Korda og bróðurinn og tennisstirnið Sebastian. Frá árinu 2019 hefir Nelly verið á föstu með kanadíska NHL leikmanninn Andreas Athanasiou, sem spilar íshokkí með the Los Angeles Kings.
Nelly og kærastinn Andreas Athanasiou
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hinrik Hilmarsson, GR, 28. júlí 1958 (hefði orðið 64 ára); Marta Guðjónsdóttir, 28. júlí 1959 (63 ára); Árný Lilja Árnadóttir, GSS, 28. júlí 1970 (52 ára) Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (51 árs); Þórdís Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1973 (49 ára); Amy Yang, 28. júlí 1989 (33 ára); Taylor Moore, 28. júlí 1993 (29 ára); Moriya Jatanugarn, 28. júlí 1994 (28 árs); Nelly Korda, 28. júlí 1998 (24 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023