Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2022 | 14:00

LIV: Bubba Watson sá nýjasti sem sagður er ætla að ganga til liðs við sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina

Bubba Watson er nýjasta stóra nafnið, sem sagður er ætla að ganga til liðs við nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina, LIV.

Talið er að hann hafi fengið $71 milljón fyrir að samþykkja mótaraðarskiptin.

Bubba Watson er fæddur 5. nóvember 1978 og því 43 ára. Hann hefir sigrað 12 sinnum á PGA Tour, þar af tvívegis á Masters risamótinu. Það er því mikill fengur fyrir LIV að fá Bubba.

Bubba, sem er fyrrum nr. 2 á heimslistanum, er sagður munu tía upp í fyrsta sinn á LIV 2.-4. september á The International í Boston, Massachusetts, þar sem 4. mótið af 8 nú í ár á LIV, fer fram.

Það stendur til að fjölga mótum hjá LIV á næsta ári, 2023, en það ár er fyrirhugað að 25 mót verði á vegum LiV Golf um allan heim.