BEDMINSTER, NEW JERSEY – JULY 31: Henrik Stenson of Majesticks GC poses with the first place individual trophy after winning during day three of the LIV Golf Invitational – Bedminster at Trump National Golf Club Bedminster on July 31, 2022 in Bedminster, New Jersey. (Photo by Chris Trotman/LIV Golf via Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2022 | 22:00

LIV: Stenson sigraði í Bedminster

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem sviptur var fyrirliðanafnbót í Ryder Cup liði Evrópu, vegna þess að hann gekk til liðs við nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina LIV Golf gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta mótinu sem hann tekur þátt í í Bedminster, New Jersey.

Fyrir vikið varð hann $4 milljónum og 375.000 ríkari.

Sigurskor Stenson var samtals 11 undir pari (64 69 69).

Matthew Wolff, sem einnig er genginn til liðs við LIV Golf og Dustin Johnson deildu  2. sætinu á samtals 9 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á LIV Bedminster með því að SMELLA HÉR: