Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2022 | 15:00

Luke Donald tekur við stöðu fyrirliða liðs Evrópu í Ryder Cup

Búist er við yfirlýsingu frá forráðamönnum Evróputúrsins eftir helgi, um að Luke Donald taki við fyrirliðastöðu liðs Evrópu í Ryder bikarnum úr hendi Henrik Stenson, sem genginn er til liðs við sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina og hefir í kjölfarið verið sviptur fyrirliðastöðunni.

Stenson var vikið úr fyrirliðastarfinu eftir að hafa samið við LIV Series. Þó Ryder Cup forráðamenn Evrópu hafi ekki gefið neinar frá sér neinar fréttatilkynningar, um hvað gerist næst, þá er ljóst að Donald – sem var í myndinni sem fyrirliði, þegar Stenson var ráðinn í mars – muni taka að sér hlutverkið.

Evrópuherbúðirnar telja greinilega þetta sé nægur tími fyrir Donald að taka við rúmum mánuði áður en Ryder keppnin fer fram í  september næstkomandi í Róm.

Luke Donald er fyrrverandi númer 1 á heimslistanum og er einnig vinsæll meðal fremstu Ryder Cup leikmanna í liði Evrópu. Þegar þessi 44 ára gamli Englendingur (Donald) spilaði í Ryder-bikarnum vann hann í öllum mótum sem hann tók þátt í.  Hann starfaði sem varafyrirliði Thomasar Björns árið 2018, þegar lið Evrópu vann Ryder bikarinn á áhrifamikinn hátt rétt fyrir utan París.

Stenson mun taka þátt í LIV viðburði vikunnar í New Jersey. Í yfirlýsingu sem staðfestir að hann hafi farið yfir til LIV,  sem studd er af Sádi-Arabíu sagði Svíinn að hann hefði vonast til að vera áfram sem fyrirliði Ryder bikarsins.

Stenson er fæddur 5. apríl 1976 og því 46 ára. Honum hefir ekki gengið vel í mótum ársins, það sem af er og er talinn hafa fallið fyrir ofurfjármununum, sem Arabarnir eru að bjóða þekktum nöfnum golfsins um þessar mundir. Hann hlaut $69 milljónir fyrir það eitt að samþykkja að spila á LIV og er þar í hópi góðra eldri evrópskra stórkylfinga á borð við Sergio Garcia og Ian Poulter.

Í nýlegu viðtali sagði hann að ákvörðunin um að hann léti af Ryder fyrirliðastöðunni hefði ekki verið hans og úti- lokaði ekki að fara dómsstólaleiðina til að fá hlut sinn réttan.