Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur fer út í S-Afríku e. 1 klst. þ.e. kl. 8:55 – Fylgist með HÉR

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Joburg Open, sem er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evróputúrsins. Leikið er á tveimur völlum: Bushwillow og Firethorn völlunum í Randpark golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku. Birgir Leifur mun hefja keppni eftir u.þ.b. eina klukkustund á Bushwillow vellinum; þ.e. kl. 8:55 að íslenskum tíma. Í ráshóp með Birgi Leif eru  José-Filipe Lima frá Portúgal og Madalitso Muthiya, frá Zambíu. Fylgjast má með stöðunni á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 07:10

LET: Valdís lék á 71 2. dag í Dubaí

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék í nótt 2. hringinn í Omega Dubaí Ladies Classic, sem er lokamót LET. Hún lék 2. hringinn á 1 undir pari, 71 höggi – fékk 4 fugla og 3 skolla. Samtals hefir Valdís Þóra því leikið á 2 yfir pari, 146 höggum (75 71). Eins og staðan er nú kl. 7:00 að íslenskum tíma er niðurskurður því miður miðaður við 1 yfir pari eða betra og því er Valdís Þóra úti eins og staðan er nú – þ.e. kemst ekki í gegnum niðurskurð. Fjölmargar eiga hins vegar eftir að ljúka hringjum sínum og því getur staðan enn breyst. Hægt er að fylgjast með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásgeir Eiríksson ——- 6. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ásgeir Eiríksson. Hann er fæddur 6. desember 1947 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ásgeirs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ásgeir Eiríksson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arna Garðarsdóttir, 6. desember 1962 (55 ára); Þórir Bergsson, 6. desember 1963 (54 ára); Guðmundur Pétursson, 6. desember; Pétur Blöndal, 6. desember 1971 (46 ára); Beth Allen, 6. desember 1981 (36 ára, bandarísk, spilar á LET); Frederico Colombo, 6. desember 1987 (góður vinur Molinari-bræðranna ítölsku 30 ára STÓRAFMÆLI!!!)  


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Denny McCarthy (39/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2017 | 12:00

LET: Valdís Þóra á +3 e. 1. dag í Dubaí

Valdís Þóra Jónsdóttir hóf leik í morgun í Dubai á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar. Alls eru 108 keppendur og margir þeirra eru í harðri baráttu um að tryggja sér keppnisrétt á næsta tímbili. Valdís Þóra lék á 75 höggum eða +3 og er hún í 82. sæti. Hún hóf leik á 10. teig og fékk fugl á 1. holu dagsins en hún fékk síðan tvo skolla í röð á 5. og 6. braut (14., 15.) Hún tapaði tveimur höggum á 12. (3.) og vann eitt til baka á 16. með öðrum fugli dagsins. Íslandsmeistarinn 2017 tapaði síðan höggi á 17. og endaði á +3 eins og áður segir. Sjá má stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Katelyn Sepmoree (1/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í  Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Þær sem rétt sluppu inn á LPGA mótaröðina í ár Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jazz Janewattananond (4/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Í dag verður Jazz Janewattananond kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir. Jazz Janewattananond fæddist í Thaílandi 26. nóvember 1995 og er því 22 ára. Hann er 1,73 m á hæð og 66 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kjartan Magnússon og Guðmundur Valgeir Gunnarsson ————— 5. desember 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Guðmundur Valgeir Gunnarsson og Kjartan Magnússon. Kjartan er fæddur 5. desember 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Kjartan Magnússon – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Valgeir Gunnarsson.  Hann er fæddur 5. desember 1977 og á því 40 ára stórafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Guðmundur Valgeir Gunnarsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, f. 5. desember 1914 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2017 | 15:00

Valdís Þóra fer út kl. 7:25 í Dubaí á morgun Fylgist með HÉR!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í lokamóti LET, Omega Dubaí Desert Classic. Mótið fer fram í Emirates golfklúbbnum í Dubaí og stendur dagana 6.-9. desember 2017. Valdís Þóra fer út kl. 11:25 að staðartíma í Dubaí (þ.e. kl. 7:25 að íslenskum tíma). Í ráshóp Valdísar Þóru eru þær Valentine Derrey frá Frakklandi (sjá eldri kynningu Golf 1 á Derrey með því að SMELLA HÉR) og Ursulu Wikstrom frá Finnlandi. Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2017 | 08:00

LPGA: 49 hljóta spilarétt á LPGA

Það eru 49 stúlkur, sem hljóta spilarétt á LPGA mótaröðinni, en lokaúrtökumót fór fram dagana 28. nóvember – 3. desember sl. Af þessum 49 eru 20 sem hljóta kortið sitt og fullan keppnisrétt meðan næstu 29 hljóta takmarkaðan spilarétt og þátttökurétt í mótum LPGA. Sú sem sigraði á lokaúrtökumótinu í ár er hin japanska Nasa Hataoka. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði þeim frábæra árangri að tryggja sér 2. sætið í lokaúrtökumóti LPGA í fyrra – hún þurfti ekki að reyna fyrir sér á úrtökumóti vegna glæsilegrar spilamennsku á nýliðaári sínu á LPGA. Líkt og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna nýju stúlkurnar á LPGA 2018. Sjá má lista þeirra, Lesa meira