Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Katelyn Sepmoree (1/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í  Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Þær sem rétt sluppu inn á LPGA mótaröðina í ár voru 5 stúlkur, sem deildu 45. sætinu þ.e. voru T-45 og var ein þeirra Katelyn Sepmoree og verður byrjað á að kynna hana.

Þær sem voru T-45 léku hringina 5 á lokaúrtökumótinu á samtals 2 yfir pari, 362 höggum; Katelyn Sepmoree (72 73 73 70 74).

Katelyn Sepmoree fæddist í Tyler, Texas, 21. mars 1991 og er því 26 ára. Hún er dóttir Scott Sepmoree og Kathy Joyce … og heitir fullu nafni Katelyn Elisabeth Sepmoree.

Hún byrjaði að spila golf 5 ára.

Sepmoree spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of Texas í Austin og má sjá afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: 

Meðal hápunkta Sepmoree sem áhugakylfings er eftirfarandi:

Top-8 U.S. Amateur (2013)
Big 12 Team (2013)
All-Region team (2011)

Frá árinu 2014 hefir Sepmoree spilað á Symetra mótaröðinni, þ.e. 2. deildinni í bandaríska kvennagolfinu.

Nú rétt slapp hún inn á mótaröð hinna bestu og er komin með takmarkaðan spilarétt árið 2018!