Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 07:10

LET: Valdís lék á 71 2. dag í Dubaí

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék í nótt 2. hringinn í Omega Dubaí Ladies Classic, sem er lokamót LET.

Hún lék 2. hringinn á 1 undir pari, 71 höggi – fékk 4 fugla og 3 skolla.

Samtals hefir Valdís Þóra því leikið á 2 yfir pari, 146 höggum (75 71).

Eins og staðan er nú kl. 7:00 að íslenskum tíma er niðurskurður því miður miðaður við 1 yfir pari eða betra og því er Valdís Þóra úti eins og staðan er nú – þ.e. kemst ekki í gegnum niðurskurð.

Fjölmargar eiga hins vegar eftir að ljúka hringjum sínum og því getur staðan enn breyst.

Hægt er að fylgjast með Omega Dubaí Ladies Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: