Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur fer út í S-Afríku e. 1 klst. þ.e. kl. 8:55 – Fylgist með HÉR

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Joburg Open, sem er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evróputúrsins.

Leikið er á tveimur völlum: Bushwillow og Firethorn völlunum í Randpark golfklúbbnum í Jóhannesarborg, S-Afríku.

Birgir Leifur mun hefja keppni eftir u.þ.b. eina klukkustund á Bushwillow vellinum; þ.e. kl. 8:55 að íslenskum tíma.

Í ráshóp með Birgi Leif eru  José-Filipe Lima frá Portúgal og Madalitso Muthiya, frá Zambíu.

Fylgjast má með stöðunni á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: