Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Tyler Duncan (40/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2017 | 12:00

GK: Guðbjörg Erna nýkjörinn formaður

Aðalfundur Keilis fór fram í fyrrakvöld að viðstöddum um 50 manns. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir var kjörinn nýr formaður klúbbsins. Er þetta í annað skiptið í 50 ára sögu klúbbsins sem kona er kjörinn formaður. Enn það eru 40 ár síðan Inga Magnúsdóttir sinnti formennsku í Keili. Einnig þurfti að kjósa um þrjá nýja stjórnarmenn í stjórn Keilis og voru fjórir í framboði. Þeir sem hlutu kosningu í stjórn Keilis voru Bjarni Þór Gunnlaugsson, Daði Janusson og Már Sveinbjörnsson. Eru þeir allir kjörnir til tveggja ára. Sjá nánar um stjórnarkjör með því að SMELLA HÉR:  Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk bærilega á árinu 2017. Mikil umsvif framkvæmda á velli og klúbbhúsi settu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Sakura Yokomine (3/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Þær sem rétt sluppu inn á LPGA mótaröðina í ár Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Guðmundsson – 8. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Guðmundsson. Ragnar er fæddur 8. desember 1940 og á því 77 ára afmæli í dag. Ragnar er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Ragnar hefur verið afar sigursæll á LEK mótum undanfarin ár. Innilega til hamingju með 76 ára afmælið Ragnar!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948; Útúrdúr Bókabúð 8. desember 1907 (110 ára); Edward Harvie Ward Jr., (f. 8. desember 1925 – d.4. september 2004 – Einn af söguhetjum „The Match“); Ágústa Sveinsdóttir, GK, 8. desember 1954 (63 ára); Ólafía Hreiðarsdóttir, GK, 8. desember 1968 (49 ára); Brandt Snedeker, 8. desember 1980 (37 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2017 | 11:30

Birgir Leifur fór út kl. 10:30 á 2. hring Joburg Open – Fylgist með HÉR

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Joburg Open mótinu í Jóhannesarborg í S-Afríku. Spilað er á tveimur golfvöllum Randpark golfklúbbsins; Bushwillow og Firethorn völlunum, en Birgir Leifur spilar á þeim síðarnefnda í dag. Birgir Leifur átti rástíma kl. 12:30 að staðartíma (sem er kl. 10:30 að íslenskum tíma). Birgir Leifur lék Bushwillow í gær á 1 undir pari, 70 höggum. Niðurskurður er sem stendur miðaður við 2 undir pari og spennandi hvort Birgir Leifur nær honum! Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 20:00

Koepka meiddur á vinstri úlnlið

Brooks Koepka sigraði á Dunlop Phoenix Open með 9 högga mun á næsta mann og sneri síðan aftur til Bandaríkjanna á Þakkargjörðarhátíðinni (ens.:Thanksgiving) til að búa sig undir Hero World Challenge mótið. Það var þá sem hann fór að finna til eymsla í vinstri úlnlið. „Ég er með meiðsl í úlnliðnum,“ sagði Koepka á Bahamas. „Ég ætla að jafna mig á þeim. Ég get ekki tekið kröfuglega á með vinstri hendi minni.“ Koeppka sagði að úlnliðurinn væri enn að plaga hann laugardaginn áður en hann hélt í Albany golfklúbbinn (en golfvöllur þess klúbbs var mótsstaður Hero mótsins). Koepka hefir þennan mánuð til þess að ákveða hvort hann ætli að hvíla Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ———- 7. desember 2017

Það er Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og á því 40 ára STÓRAFMÆLI í dag!!! Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann er nú látinn. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór að skara fram úr var bróðir hans m.a.s. kylfusveinn hans og lengi vel frameftir eftir þegar Luke fór að spila á öllum helstu mótaröðum heims. Eitthvað sinnaðist þeim bræðrum fór Christian á pokanum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 12:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia útnefndur kylfingur ársins

Sergio Garcia hefir verið útnefndur Hilton kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem honum hlotnast þessi heiður. Garcia hefir átt ótrúlegt ár, þar sem honum tókst að sigra í fyrsta sinn í risamóti á ferli sínum, Masters mótinu, auk þess, sem hann sigraði í 2 öðrum mótum. Hinn 37 ára spænski kylfingur (Garcia) kom sér í gegnum bráðabana í Masters og hafði þar betur gegn Englendingnum Justin Rose, sem einnig hefir átt frábært ár á golfvellinum. Garcia fetaði þar með í fótspor landa sinna Seve Ballesteros og José María Olazábal. „Þetta er ótrúlegur heiður“ sagði Garcia, sem giftist einnig kærustu sinni, Angelu Akins í júlí á árinu.. „Ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Lauren Kim (2/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Þær sem rétt sluppu inn á LPGA mótaröðina í ár Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 09:00

Jólagjafahugmyndir fyrir kylfinginn

Nú eru aðeins rúmar tvær vikur til aðfangadags og um að gera að fara að huga að jólagjöfunum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir að jólagjöfum: *Golf Digest hefir tekið saman jólagjafahugmyndalista hvað hægt sé að gefa kylfingum og má sjá hann með því að SMELLA HÉR: *Hægt er að smella á bláa kassann ofarlega í hægra horni Golf 1 vefsíðunnar þar sem Hissa.is er með auglýsingu til þess að komast á Hissa vefinn, en á honum er margar góðar hugmyndir að gjöfum fyrir kylfinga. Þar má m.a. nefna sérstaklega SNAG golfsettin fyrir yngstu kylfingana. Eins má komast á Hissa.is með því Lesa meira