
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Lauren Kim (2/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Þær sem rétt sluppu inn á LPGA mótaröðina í ár voru 5 stúlkur, sem deildu 45. sætinu þ.e. voru T-45 og var ein þeirra Lauren Kim. Katelyn Sepmoree hefir þegar verið kynnt og í dag er það Kim.
Lauren Kim fæddist New Haven, Conneticut; dóttir hjónanna Alex og Soo Kim og á tvö systkini Drew og Caris.
Lauren Kim byrjaði að spila golf 9 ára ung.
Meðal áhugamála Kim eru að fara í gönguferðir, hlaupa, synda, vera í jóga, mála og baka.
Kim lauk keppni T-29 í Q-school árið 2016, þegar Ólafía Þórunn „okkar“ varð í 2. sæti.
Kim var í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði Stanford í Kaliforníu (2012-2016) og er útskrifuð það með BA gráðu í nokkru sem á ensku heitir Science, Technology, and Society og útleggst eitthvað sem vísinda-, tækni- og þjóðfélagsfræði.
Helstu afrek hennar þar eru eftirfarandi:
*WGCA Division I First Team All-American árin 2014, 2015, 2016
* Pac-12 Scholar-Athlete ársins 2016
*Pac-12 All-Conference First Team árin 2015, 2016
*Leiddi lið sitt til fyrsta Led national championship árið 2015.
Til þess að fræðast nánar um Lauren Kim má sjá:
*eldri kynningu Golf 1 á Kim frá því í fyrra með því að SMELLA HÉR:
*eldra viðtal Mercury News við hana frá árinu 2015 með því að SMELLA HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster