Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2017 | 11:30

Birgir Leifur fór út kl. 10:30 á 2. hring Joburg Open – Fylgist með HÉR

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Joburg Open mótinu í Jóhannesarborg í S-Afríku.

Spilað er á tveimur golfvöllum Randpark golfklúbbsins; Bushwillow og Firethorn völlunum, en Birgir Leifur spilar á þeim síðarnefnda í dag.

Birgir Leifur átti rástíma kl. 12:30 að staðartíma (sem er kl. 10:30 að íslenskum tíma).

Birgir Leifur lék Bushwillow í gær á 1 undir pari, 70 höggum. Niðurskurður er sem stendur miðaður við 2 undir pari og spennandi hvort Birgir Leifur nær honum!

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: