Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2017 | 12:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia útnefndur kylfingur ársins

Sergio Garcia hefir verið útnefndur Hilton kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni 2017.

Þetta er í fyrsta sinn sem honum hlotnast þessi heiður.

Garcia hefir átt ótrúlegt ár, þar sem honum tókst að sigra í fyrsta sinn í risamóti á ferli sínum, Masters mótinu, auk þess, sem hann sigraði í 2 öðrum mótum.

Hinn 37 ára spænski kylfingur (Garcia) kom sér í gegnum bráðabana í Masters og hafði þar betur gegn Englendingnum Justin Rose, sem einnig hefir átt frábært ár á golfvellinum.

Garcia fetaði þar með í fótspor landa sinna Seve Ballesteros og José María Olazábal.

Þetta er ótrúlegur heiður“ sagði Garcia, sem giftist einnig kærustu sinni, Angelu Akins í júlí á árinu.. „Ég tel að bæði á og utan vallar hafi þetta verið einstakt og ótrúlegt ár og ár sem ég mun örugglega minnast allt mitt líf.

Ég er svo ánægður að hljóta þessi verðlaun og vera útnefndur Hilton kylfingur ársins og gegn þeim leikmönnum, sem komu til greina er ótrúlegt. Tommy (Fleetwood), Justin (Rose), Tyrrell (Hatton) og Jon (Rahm) eru allir frábærir leikmenn og allir hafa átt frábært ár.“