Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 17:00

PGA: Day hafði betur í bráðabananum g. Norén

Það var fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, sem stóð uppi sem sigurvegari í Farmers Insurance Open í dag. Í gær, sunndaginn 28. janúar 2018 þurfti að fresta bráðabananum milli Day og Alex Norén,  sem þá var kominn á 5. holu vegna myrkurs. Hafist var handa þar sem frá var horfið í bráðabananum í dag. Day þurfti aðeins að spila í 13 mínútur – en 6. hola bráðabanans var ekki par-3 16. holan (eins og Golf 1 greindi ranglega frá í gær), heldur var par-5 18. hola Torrey Pines spiluð í 4. sinn í þessum bráðabana. Þessi 6 holu bráðabani var sá lengsti í 67 ára sögu mótsins. Á 6. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Snær Loftsson. Erlingur Snær fæddist 29. janúar 1991 og á því 27 ára afmæli í dag!!! Erlingur er í Golfklúbbinum á Hellu (GHR) og er með 6,6 í forgjöf. Hann er fyrrum golffréttaritari iGolf.is og er leiðbeinandi í SNAG golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (95 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (73 árs); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (64 ára); Habbanía Hannyrðakona (58 ára); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (67 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Katja Pogacar (6/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 12:00

Sjónvarpsáhorf jókst vegna þátttöku Tiger

Þátttaka Tiger Woods í Farmers Insurance Open hafði mikil áhrif á sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum. Áhorf á útsendingu CBS Sport frá lokahring Farmers fór upp um 38% frá því á síðusta ári. Þetta er mesta áhorf á Farmers Insurance Open í 5 ár … eða allt frá því Tiger sigraði síðast 2013. Áhorf á útsendingu frá 3. hring mótsins var sú mesta í 7 ár. Áhorf á 3. hring fór upp um 53% frá því á síðasta ári.  


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Cindy Lacrosse (36/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 07:30

LPGA: Ólafía hlaut 1.2 milljónir í verðlaun f. T-26 á Bahamas!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hlaut 1.2 milljóna verðlaunatékka ($11.907) fyrir að landa 26. sætinu á Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Hún lék á samtals 1 undir pari, 218 höggum (77 73 68). Ólafía deildi 26. sætinu með þeim Pernillu Lindberg frá Svíþjóð; Mirim Lee frá S-Kóreu; Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum og Solheim Cup stjörnunni ensku Charley Hull. Stöllurnar úr Wake Forest golfliðinu Ólafía Þórunn og Cheyenne Woods komust báðar í gegnum niðurskurð – Cheyenne var á 2 yfir pari, 221 höggi (79 72 70) og varð T-49 – Glæsilegt! Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum varði titil sinn, og var sigurskorið samtals 12 undir pari – en til samanburðar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 02:00

PGA: Day og Norén berjast um sigurinn á Farmers í bráðabana – Hápunktar 4. dags

Jason Day og Alex Norén verða að fara aftur á Torrey Pines nú seinna í dag til þess að klára bráðabana, sem þeir hófu í gær en náðu ekki að klára vegna myrkurs. Þeir voru búnir að spila 5 aukaholur og fá 3 fugla og 2 pör hvor og allt í stáli. Eftir hefðbundnar 72 holur voru Day, Norén og Ryan Palmer eftstir og jafnir á 10 undir pari á Farmers Insurance Open og því var par-5 18. brautin á Torrey Pines spiluð í bráðabana. Þar datt Palmer strax út á 1. holu á pari, meðan Day og Norén fengu báðir fugla. Aftur var par-5 18. spiluð og báðir fengu þeir Day Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 21:50

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni á 68 höggum!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti frábæran lokasprett á Pure Silk Bahamans LPGA Classic. Hún lauk þeim 6 holum, sem hún átti óspilaðar af 2. hring á 4 undir pari og lék síðan 3. hringinn strax á eftir á 5 undir pari. Ólafía Þórunn lauk keppni á Pure Silk-mótinu á samtals 1 undir pari, 218 höggum (77 73 68). Eins og sést fór leikur Ólafíu Þórunnar sífellt batnandi eftir því sem leið á mótið í samræmi við batnandi veður, en mikið hvassviðri varð m.a. til þess að mótið var stytt í 54 holu mót. Eins og stendur er Ólafía Þórunn T-26, þ.e. jöfn 4 öðrum stúlkum í 26. sæti, en bæði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 17:17

LPGA: Ólafía flaug g. niðurskurðinn!!! – Fékk 4 fugla á síðustu 6 holunum á 2. hring!!! – Farin út á 3. hring – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú um helgina tekið þátt í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, 1. móti ársins 2018 á LPGA. Mótið fer að venju fram á Ocean golfvellinum í Nassau, Bahamas. Að þessu sinni var mótið stytt í 54 holu mót vegna mikils hvassviðris og þurfti ítrekað að fresta og færa til rástíma í gær. Í gær fór Ólafía Þórunn út á 2. hring sinn og tókst aðeins að ljúka 12 holum og leit þá ekki byrlega út fyrir henni; aðeins búin að fá 1 fugl og 5 skolla og heildarskor hennar 8 yfir pari. Ólafía Þórunn spilaði síðustu 6 holurnar á 2. hring sínum á 4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2018

Það er Hafdís Ævarsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er glæsileg og það líka í golfinu og þar að auki hefir hún átt sæti í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja, þar sem hún er klúbbfélagi. Komast má á facebook síðu Hafdísar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Hafdís Ævarsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (65 ára); Nick Price, 28. janúar 1957 (61 árs); Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, 28. febrúar 1960 (58 ára); Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS,  Þórður Sigurel Arnfinnsson, 28. janúar 1981 (37 ára) ….. og ….. Henrik Stokke og El Rincón Lesa meira