Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2018 | 12:00

Sjónvarpsáhorf jókst vegna þátttöku Tiger

Þátttaka Tiger Woods í Farmers Insurance Open hafði mikil áhrif á sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum.

Áhorf á útsendingu CBS Sport frá lokahring Farmers fór upp um 38% frá því á síðusta ári.

Þetta er mesta áhorf á Farmers Insurance Open í 5 ár … eða allt frá því Tiger sigraði síðast 2013.

Áhorf á útsendingu frá 3. hring mótsins var sú mesta í 7 ár.

Áhorf á 3. hring fór upp um 53% frá því á síðasta ári.