
LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni á 68 höggum!!!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti frábæran lokasprett á Pure Silk Bahamans LPGA Classic.
Hún lauk þeim 6 holum, sem hún átti óspilaðar af 2. hring á 4 undir pari og lék síðan 3. hringinn strax á eftir á 5 undir pari.
Ólafía Þórunn lauk keppni á Pure Silk-mótinu á samtals 1 undir pari, 218 höggum (77 73 68).
Eins og sést fór leikur Ólafíu Þórunnar sífellt batnandi eftir því sem leið á mótið í samræmi við batnandi veður, en mikið hvassviðri varð m.a. til þess að mótið var stytt í 54 holu mót.
Eins og stendur er Ólafía Þórunn T-26, þ.e. jöfn 4 öðrum stúlkum í 26. sæti, en bæði sætistalan og fjöldi stúlknanna sem deilir sæti með Ólafíu Þórunni getur enn breyst.
Þetta er frábær árangur hjá íþróttamanni Íslands 2017 og vonandi að þetta sé aðeins forsmekkurinn af því sem í vændum er í ár!
Loks mætti geta þess að þegar þetta er ritað deila Brittany Lincicome , sem á titil að verja og Wei-Ling Hsu í efsta sæti í mótinu, en margar stúlkur eiga eftir að koma í hús og því gæti þetta breyst líkt og margt annað í mótinu.
Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Bahamans LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster