Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2018 | 17:17

LPGA: Ólafía flaug g. niðurskurðinn!!! – Fékk 4 fugla á síðustu 6 holunum á 2. hring!!! – Farin út á 3. hring – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú um helgina tekið þátt í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu, 1. móti ársins 2018 á LPGA.

Mótið fer að venju fram á Ocean golfvellinum í Nassau, Bahamas.

Að þessu sinni var mótið stytt í 54 holu mót vegna mikils hvassviðris og þurfti ítrekað að fresta og færa til rástíma í gær.

Í gær fór Ólafía Þórunn út á 2. hring sinn og tókst aðeins að ljúka 12 holum og leit þá ekki byrlega út fyrir henni; aðeins búin að fá 1 fugl og 5 skolla og heildarskor hennar 8 yfir pari.

Ólafía Þórunn spilaði síðustu 6 holurnar á 2. hring sínum á 4 undir pari og er því samtals á 4 yfir pari, 150 höggum (77 73). Hún gerði sér lítið fyrir og fékk 4 fugla á 6 síðustu holur 2. hrings. Glæsilegt!!!

Hún flaug því í gegnum niðurskurð og er þegar tekin til við að spila 3. hringinn þ.e. lokahringinn.

Þegar þetta er ritað kl. 17:17 að íslenskum tíma hefir Ólafía spilað 1 holu af 3. hring par-4 10. holuna á Ocean vellinum og er á parinu.  Nú er bara að ná sem bestu skori!!! Í fyrra varð Ólafía Þórunn T-69 og það væri frábært ef henni tækist nú að bæta þann árangur, sem allir voru svo stoltir af þá. Sem stendur er Ólafía Þórunn T-50 í mótinu, sem er meira en frábært þegar litið er til þess að hún er að keppa á móti öllum bestu kvenkylfingum heims!!!

Enn sér Ólafíu öllum fyrir spennu og skemmtilegheitum!!!

Fylgist með gengi Ólafíu Þórunn með því að SMELLA HÉR: