Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 20:00
Phoenix Open stripplingurinn sér ekki eftir neinu … þrátt f. að hafa verið sagt upp

Þrátt fyrir að hafa misst vinnu sína og hafa verið sektaður um $1,500, fyrir að hlaupa nakinn á 17. braut TPC Scottsdale, þar sem Phoenix Open fór fram í síðustu viku, segist stripplingurinn Adam Stalmach ekki sjá eftir neinu. Stalmach, 24 ára, hljóp nakinn yfir 17. braut meðan Pro-Am hluti mótsins fór fram miðvikudaginn fyrir nákvæmlega viku. Hann þurfti að dvelja 5 daga í fangelsi þar sem hann viðurkenndi að hann „færi hjá sér“ og „sæji eftir þessu“ að einhverju leyti en varði samt skemmtanagildi uppákomunar. Sjá má stripplinginn á Phoenix Open 2018 með því að SMELLA HÉR: Sjá má viðtal við Stalmach strippling með því að SMELLA HÉR: „Jamm, það var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Alda Demusdóttir – 7. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Alda Demusdóttir. Alda er fædd 7. febrúar 1948 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmælisbarnsins til þess að óska því til hamingju með afmælið hér að neðan Alda Demusdóttir (70 ára- Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Geir Kristinn Aðalsteinsson, 7. febrúar 1975 (43 ára); Ólafur Hjörtur Ólafsson (39 ára); Bjarni Kristjánsson (38 ára); Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (36 ára); Ellen Kristjánsdóttir, GL, (34 ára); Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (27 ára) ….. og ….. Anna Björnsdottir … og … Ragnheiður Kristjánsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 11:00
PGA á Íslandi: Derrick Moore valinn kennari ársins 2017 – Ólafía Þórunn kylfingur ársins og Axel Bóasson PGA meistari ársins

Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 3. febrúar í íþróttamiðstöð GKG og voru 25 félagsmenn mættir til fundarins. Að venju var glæsileg dagskrá í kringum fundinn. Tómas Aðalsteinsson hóf daginn með fyrirlestri um hugarþjálfun kylfinga og eftir aðalfundinn fóru fram umræður um afreksgolf á hæsta stigi. Að auki fór fram hin árlega púttkeppni og að lokum snæddu félagsmenn saman um kvöldið. Á sjálfum aðalfundinum fór Karl Ómar Karlsson, formaður PGA á Íslandi, yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir reikninga félagsins og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Áhugaverðar umræður fóru fram um hin ýmsu mál tengd starfseminni. Derrick Moore, Hulda Birna Baldursdóttir, Sigurpáll Geir Sveinsson og Snorri Páll Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Lauren Coughlin (43/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 07:45
Rory mætir Paris Hilton á The Grand Tour

Það er óvanalegt að nefna nr. 8 á heimslistanum Rory McIlroy og Paris Hilton í einni andrá. Það sem er enn óvenjulegra er að þau munu mæta hvort öðru á kappakstursbraut. Á Golf.com er greint frá því að Rory og Paris séu gestir í nýrri þátttaröð „The Grand Tour“, sem hefst nú á föstudaginn á Amazon Prime. Í þáttunum keppa þekktar stjörnur gegn hver annarri og í þessum þætti kemur í ljós hvor þeirra, Rory eða Paris keyra hraðar! The Grand Tour er í grunninn framhald af þáttunum Top Gear, sem sumir kannast við hér á landi. Þar koma fram þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, sem var þátttarstjórnandi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 05:00
Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór varð T-27 á Titan Winter Inv.

Steán Þór Bogason og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech, tóku þátt í Titan Winter Invitational mótinu. Mótið fór fram í Suntree CC, í Melbourne, Flórída, dagana 5.-6. febrúar 2018 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 70. Stefán Þór lauk keppni á 9 yfir pari, 225 höggum (77 72 76) og varð T-27, þ.e. deildi 27. sætinu með 3 öðrum. Háskólalið Stefáns Þórs í Florida Tech varð í 3. sæti í liðakeppninni Sjá má lokastöðuna í Titan Winter Inv. mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Stefáns Þórs og Flórída Tech er Matlock Collegiate Classic og hefst það mót 12. febrúar n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2018 | 17:00
Gecko: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín báðir í 8. sæti á Westin La Quinta

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Westin La Quinta mótinu sem er mót á Gecko mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 5.-6. febrúar og lauk því í dag. Þátttakendur voru 55 og urðu báðir GR-ingar jafnir í 8. sæti á 2 yfir pari, sem er glæsilegur árangur – enduðu í topp 20%. Oliver Lindell frá Finnlandi sigraði á samtals 7 undir pari. Sjá má lokastöðuna í Westin La Quinta mótinu (5.-6. febrúar) með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Maron Árnason – 6. febrúar 2018

Það er Aðalsteinn Maron Árnason, sem er afmæliskylfingur dagsins. Aðalsteinn Maron er fæddur 6. febrúar 1998 og á því 20 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingssins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalsteinn Maron Árnason (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Þórunn Steingrímsdóttir, 6. febrúar 1951 (67 ára); Rúnar Garðarsson, GÞH, 6. febrúar 1964 (54 ára); Alastair Kent, GR, 6. febrúar 1970 (48 ára); Benn Barham, 6. febrúar 1976 (42 ára); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (39 ára); spilar í LPGA; Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Elía Folch (9/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2018 | 12:00
Martin Kaymer 33 ára m/14 árum eldri konu

Martin Kaymer er um þessar mundir í fréttum; ekki vegna afreka á golfvellinum heldur vegna þess að hann á í sambandi við hina 14 árum eldri Melanie Sykes. Martin er 33 ára; ógiftur og barnlaus, en Melanie er 47 ára, fráskilin og á 2 börn. Sagan segir að Kaymer og Sykes hafi lengi átt í sambandi og hafi haft mjög hljótt um það, reyndar vandað sig að fela einkalíf sitt vandlega. Hins vegar vakti athygli að um langt skeið hafa þau tvö sem ferðast mikið um heiminn, verið á sama tíma á sama stað. Fréttina um samband Kaymer og Sykes má m.a. lesa í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

