Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 20:00

Phoenix Open stripplingurinn sér ekki eftir neinu … þrátt f. að hafa verið sagt upp

Þrátt fyrir að hafa misst vinnu sína og hafa verið sektaður um  $1,500, fyrir að hlaupa nakinn á 17. braut TPC Scottsdale, þar sem Phoenix Open fór fram í síðustu viku, segist stripplingurinn Adam Stalmach ekki sjá eftir neinu.

Stalmach, 24 ára, hljóp nakinn yfir 17. braut meðan Pro-Am hluti mótsins fór fram miðvikudaginn fyrir nákvæmlega viku.

Stalmach stripplingur

Hann þurfti að dvelja 5 daga í fangelsi þar sem hann viðurkenndi að hann „færi hjá sér“ og „sæji eftir þessu“ að einhverju leyti en varði samt skemmtanagildi uppákomunar.

Sjá má stripplinginn á Phoenix Open 2018 með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má viðtal við Stalmach strippling með því að SMELLA HÉR: 

Jamm, það var þess virði,“ sagði hann. „Svo lengi sem fólk skemmti sér, var það þess virði.“

Sem afleiðing gjörða sinna, missti Stalmach starf sitt sem barþjónn eftir uppátækið.

Hann sagðist hafa drukkið í sig kjark allt frá Coors Light til venjulegs Coors bjórs og Chardonnay (hvítvíns).

Alkóhólið hjálpaði,“ sagði hann. „Ég myndi svo sannarlega ekki hafa gert þetta hefði ég verið edrú.“

Aðspurður hvort hann myndi endurtaka atvikið svaraði hann neitandi „Þetta geri ég bara einu sinni.