Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2018 | 17:00

Gecko: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín báðir í 8. sæti á Westin La Quinta

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Westin La Quinta mótinu sem er mót á Gecko mótaröðinni.

Mótið fór fram dagana 5.-6. febrúar og lauk því í dag.

Þátttakendur voru 55 og urðu báðir GR-ingar jafnir í 8. sæti á 2 yfir pari, sem er glæsilegur árangur – enduðu í topp 20%.

Oliver Lindell frá Finnlandi sigraði á samtals 7 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í Westin La Quinta mótinu (5.-6. febrúar) með því að SMELLA HÉR: