Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 07:45

Rory mætir Paris Hilton á The Grand Tour

Það er óvanalegt að nefna nr. 8 á heimslistanum Rory McIlroy og Paris Hilton í einni andrá.

Það sem er enn óvenjulegra er að þau munu mæta hvort öðru á kappakstursbraut.

Á Golf.com er greint frá því að Rory og Paris séu gestir í nýrri þátttaröð „The Grand Tour“, sem hefst nú á föstudaginn á Amazon Prime.

Í þáttunum keppa þekktar stjörnur gegn hver annarri og í þessum þætti kemur í ljós hvor þeirra, Rory eða Paris keyra hraðar!

The Grand Tour er í grunninn framhald af þáttunum Top Gear, sem sumir kannast við hér á landi. Þar koma fram þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, sem var þátttarstjórnandi þessa BBC þátta áður en þeir hættu 2015.

Rory og Paris tóku upp sitt framlag í þáttunum í desember sl. þegar þau keyrðu Jaguar F-Type bíl á brautinni í Enstone.

Jaguar F Type