Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2018 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór varð T-27 á Titan Winter Inv.

Steán Þór Bogason og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech, tóku þátt í Titan Winter Invitational mótinu.

Mótið fór fram í Suntree CC, í Melbourne, Flórída, dagana 5.-6. febrúar 2018 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 70.

Stefán Þór lauk keppni á 9 yfir pari, 225 höggum (77 72 76) og varð T-27, þ.e. deildi 27. sætinu með 3 öðrum.

Háskólalið Stefáns Þórs í Florida Tech varð í 3. sæti í liðakeppninni

Sjá má lokastöðuna í Titan Winter Inv. mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Stefáns Þórs og Flórída Tech er Matlock Collegiate Classic og hefst það mót 12. febrúar n.k.