Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Rebecca Artis (46/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 08:45
LET: Valdís Þóra komst ekki gegnum niðurskurð þrátt f. gott skor -1 í Canberra!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék í nótt 2. hring sinn á ActewAGL Canberra Classic mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) í samstarfi við áströlsku kvenmótaröðina ALPGA. Spilað er í höfuðborg Ástralíu, Canberra á keppnisvelli Royal Canberra golfklúbbsins (Myndin í aðalfréttaglugga er af Valdísi Þóru að slá af 14. teig Royal Canberra. Mynd: GSÍ). Mótið er 54 holur og verður niðurskurður eftir tvo keppnisdaga. „Völlurinn er mjög flottur, smá hæðóttur á örfáum holum en ekkert dramatískt,“ sagði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Á 2. hring lék Valdís Þóra á glæsiskori 1 undir pari, 71 höggi – fékk 2 fugla og 3 skolla en það Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 08:11
PGA: DJ og Hossler efstir í hálfleik AT&T Pebble Beach ProAm – Hápunktar 2. dags

Það eru nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) og nýliðinn, frá Kaliforníu „heimamaðurinn“ sem rétt slapp inn á PGA Tour, Beau Hossler sem eru efstir og jafnir í hálfleik á AT&T Pebble Beach ProAm. Báðir hafa þeir spilað á samtals 12 undir pari, 131 höggi; DJ (67 64) og Hossler (65 67). Þriðja sætinu deila þeir Julian Suri og Troy Merritt, tveimur höggum á eftir forystumönnunum þ.e. á 10 undir pari, hvor. Sjá má kynningu Golf 1 á Hossler með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á AT&T Pebble Beach ProAm með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach ProAm með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 07:00
Evróputúrinn: Fylgist með Handa ISPS mótinu HÉR – Olesen í forystu sem stendur

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er í forystu á Handa ISPS World Super 6 Perth þegar þetta er ritað (kl. 7:00) en fjölmargir eiga eftir að ljúka hringjum sínum þannig að staðan getur enn breyst. Olesen sigraði í Lake Karrinyup Country Club árið 2014 og er nú aftur á toppi skortöflunnar á 3. hring. Hann er á 11 undir pari, þegar hann á 6 holur óspilaðar á 3. hring. Næstir á eftir honum eru þeir Prom Meesawat, Sam Horsfield, Sean Crocker, Lucas Herbert, Yusako Miyazato , Dimnitrios Papadato, Grant Forrest og Brad Kennedy. Til þess að fylgjast með Handa ISPS World Super 6 Perth SMELLIÐ HÉR: Uppfærsla: Nú þegar allir hafa lokið hringjum sínum (kl. 9) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingibergur Einarsson – 9. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ingibergur Einarsson, en hann er fæddur 9. febrúar 1955 og á því 63 ára afmæli í dag. Ingibergur er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Ingibergur Einarsson (63 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997, Sandy Lyle, 9. febrúar 1958 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!) og Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Anna Rossi, 9. febrúar 1986 (32 árs); Gary Stal, 9. febrúar 1992 (26 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Piti Martinez Bernal (11/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 12:00
Um gildi jákvæðrar hugsunar í golfi

Sálfræðingar í Purdue University hafa komist að áhugverðu tilbrigði við því gamalkunna að hugsa verði jákvætt. Þeir nefna það styrk jákvæðrar upplifunar/skynjunar: Þeir (sálfræðingarnir) hafa sýnt fram á að hægt sé að bæta golf með því að trúa því að markið (ens.: target), sem miðað sé á sé stærra en það er í raun og veru. Jessica Witt sem rannsakar samband upplifunar/skynjunar og árangurs ákvað að beina sjónum sínum að golfi – sérstaklega hvernig holan kemur kylfingum fyrir sjónir, eftir því sem spilað er vel eða illa. Hún tók stórt spjald með sér á golfvöllinn með hringjum í mismunandi stærð teiknuðum á það. Sumir hringirnir voru á stærð við golfholuna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Luna Sobron Galmes (45/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 08:45
Hjón fara holu í höggi.. á sama hring

Hjónin Colin og Terri Heyes hafa nú þegar lokið golfhring lífs síns – en bæði fóru holu í höggi á sama hring. Hjónin koma frá New Plymouth í Nýja Sjálandi og höfðu þegar farið holu í höggi nokkrum sinnum þegar þau spiluðu 18 holur á Ngamotu golfvellinum, nú á mánudeginum fyrr í vikunni, 5. febrúar 2018. En nokkrum holum síðar höfðu þau bætt tveimur ásum við safnið. Colin fékk sinn ás á 9. holu (sem er reyndar eina holan sem honum hefir tekist að fá ás á áður) og Terri fékk ásinn sinn á 14. holu. Þetta afrek var samt ekki alveg fullkomið. Terri hafði misst bolta sinn í hátt gras eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 01:30
LET: Valdís Þóra á +3 e. 1. dag á Canberra Classic

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék 1. hring sinn á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, en mótið ber heitið ActewAGL Canberra Classic og fer fram í höfuðborg Ástralíu, Canberra. Mótið stendur dagana 9.-11. febrúar 2018 og leikið er á keppnisvelli Royal Canberra golfklúbbsins, sem er par-72. Valdís Þóra lék á 3 yfir pari, 75 höggum og fékk 3 fugla og 6 skolla. Efst þegar þetta er ritað (um kl. 2:00) er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Jiyai Shin, en hún lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru „heimakonan“ Minjee Lee , en hún sigraði á Oates Vic Open í Melbourne í sl. viku Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

