Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2018 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Handa ISPS mótinu HÉR – Olesen í forystu sem stendur

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er í forystu á Handa ISPS World Super 6 Perth þegar þetta er ritað (kl. 7:00) en fjölmargir eiga eftir að ljúka hringjum sínum þannig að staðan getur enn breyst.

Olesen sigraði í Lake Karrinyup Country Club árið 2014 og er nú aftur á toppi skortöflunnar á 3. hring.

Hann er á 11 undir pari, þegar hann á 6 holur óspilaðar á 3. hring.

Næstir á eftir honum eru þeir Prom Meesawat, Sam Horsfield, Sean Crocker, Lucas Herbert, Yusako Miyazato , Dimnitrios PapadatoGrant Forrest og Brad Kennedy.

Til þess að fylgjast með Handa ISPS World Super 6 Perth SMELLIÐ HÉR: 

Uppfærsla:

Prom Meesawat frá Thaílandi

Nú þegar allir hafa lokið hringjum sínum (kl. 9) er Prom Meesawat frá Thaílandi efstur á samtals 12 undir pari (67 70 67) en þeir Thorbjörn Olesen, Sean Crocker frá Bandaríkjunum og „heimamaðurinn“ Lucas Herbert deila 2. sætinu, 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 1o undir pari, hver.