Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 01:30

LET: Valdís Þóra á +3 e. 1. dag á Canberra Classic

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék 1. hring sinn á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna, en mótið ber heitið ActewAGL Canberra Classic og fer fram í höfuðborg Ástralíu, Canberra.

Mótið stendur dagana 9.-11. febrúar 2018 og leikið er á keppnisvelli Royal Canberra golfklúbbsins, sem er par-72.

Valdís Þóra lék á 3 yfir pari, 75 höggum og fékk 3 fugla og 6 skolla.

Efst þegar þetta er ritað (um kl. 2:00) er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Jiyai Shin, en hún lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum.  Í 2. sæti eru „heimakonan“ Minjee Lee , en hún sigraði á Oates Vic Open í Melbourne í sl. viku og er í banastuði og þýski nýliðinn á LET Letitia Ras-Anderica (Sjá kynningu Golf 1 á Letitiu með því að SMELLA HÉR) Báðar þær Minjee og Letitia á á 5 undir pari, 67 höggum,

Fjölmargar hafa ekki einu sinni hafið hring sinn þegar þetta er ritað þannig að ekki er hægt að gefa upp sætistölu Valdísar Þóru að svo stöddu, né hver landar topp-sætinu eftir 1. hring, en erfitt er að sjá að nokkurri takist að vera á betra skori en Shin.

Til þess að sjá stöðuna á Royal Canberra að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: