Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Luna Sobron Galmes (45/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.

Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.

Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.

Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Búið er að kynna Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti. Eins er búið að kynna þær 4, sem deildu 16. sætinu: Briönnu Do, Celine Herbin, Dani Holmqvist og Jessy Tang; þær sem deildu 13. sætinu: Laetitiu Beck frá Ísrael, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Gemmu Dryburgh frá Skotlandi og eins þær sem deildu 10. sætinu, þær Caroline Inglis, Kassidy Teare og Marissu Steen frá Bandaríkjunum. Síðan hafa verið kynntar þær sem deildu 7. sætinu; þær Georgia Hall frá Englandi og Lauren Coughlin og Amelia Lewis frá Bandaríkjunum.

Tvær deildu síðan 5. sætinu: Robynn Ree frá Bandaríkjunum og Luna Sobron Galmes, en þær léku báðar á samtals 7 undir pari, 353 höggum. Robynn Ree hefir þegar verið kynnt og í dag er það Luna.

Luna Sobron Galmes er 23 ára frá Palma de Mallorca á Spáni fædd 1994. Hún byrjaði að spila golf 2 ára.

Luna ávann sér kortið sitt á LET fyrir 2017 keppnistímabilið eftir að hafa orðið T-25 á lokaúrtökumóti Lalla Aicha Tour School í Marokkó.

Í fyrra var Luna með 5 topp-25 árangra á LET.

Luna hefir tvívegis spilað í risamóti: Ricoh Women’s British Open in 2015 (þar sem hún varð T13 sem er besti árangur hennar) og 2016 (þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurð).

Hér má sjá viðtal við Lunu eftir 1. mót hennar á LPGA Pure Silk mótið – sama mót og Ólafía Þórunn „okkar“ varð T-26.

Sjá má viðtalið við Lunu með því að SMELLA HÉR: 

Luna spilar því bæði á LET og LPGA 2018.

Loks mætti bæta því við að áhugamál Lunu fyrir utan golfið eru að vera með vinum sínum, ferðast og vera í núinu.