Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2018 | 11:00
731 ástæða til að spila golf í Þýskalandi

Golfvellir í Þýskalandi eru skv. upplýsingum þýska golfsambandsins, DGV (stytting úr Deutscher Golf Verband) 731 talsins, árið 2017. Þar er komin 731 ástæða til að spila golf í Þýskalandi! Verja mætti u.þ.b. 2 árum í að spila 1 nýjan golfvöll í Þýskalandi á hverjum degi og gera ekkert annað – ágætis hugmynd ef maður skyldi vinna í Víkingalottói eða Euro Jackpot!!! Þ.e. ef áhugi er á að spila hvern einasta golfvöll í Þýskalandi – a.m.k. er af nógu að taka og fjölbreytnin mikil. Þó ekki séu spilaðir allir vellir þá má alveg njóta þess að spila einhverja, og e.t.v. suma aftur og aftur! Hér má sjá kynningu Golf 1 á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2018 | 09:00
Valdís Þóra tryggði sér sæti á LPGA móti vikunnar

Valdís Þóra Jónsdóttir tryggði sér keppnisrétt á ISPS mótinu á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð í heimi, með frábærum hring á úrtökumóti í Ástralíu. Alls tóku 100 kylfingar þátt á úrtökumótinu og voru þrjú sæti í boði. Valdís Þóra, sem er úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék á -3 og voru þrír kylfingar jafnir og efstir. Valdís Þóra, sem er Íslandsmeistari í golfi 2017, verður því á meðal keppenda á mótinu sem hefst á fimmtudaginn. „Ég vona að ég gæti bætt leik minn enn frekar á næstu dögum. það hefur verið erfitt að æfa innandyra að undanförnu. Ég lék öruggt golf og lenti ekki í vandræðum, var með eitt þrípútt. Ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 21:00
„Hvíti hákarlinn“ kann svo sannarlega að halda upp á afmæli sitt!

Greg Norman, alías „hvíti hákarlinn“ kann svo sannarlega að halda upp á afmæli sitt, en kappinn varð 63 ára, 10. febrúar þ.e. á laugardaginn sl. Norman og fjölskylda hans voru á siglingu í snekkju hans í kringum Bahama eyjar. Þar stoppaði hann m.a. á Exuma og heimsótti svín, sem fræg eru fyrir að synda í sjónum. Hann lá auk þess í sólbaði og renndi sér síðan í vatnsrennibrautinni, sem hann er innbyggð í snekkju hans og beint í sjóinn. Um kvöldið var síðan afmælispartý og snekkjan glæsilega upplýst í bleikum ljósum. Já, þeir sem standa sig jafnvel í golfi og Norman eiga skemmtileg efri ár!
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 20:00
Hver er kylfingurinn: Ted Potter Jr.?

Ted Potter Jr. sigraði í gær, 11. febrúar 2018 á AT&T Pebble Beach ProAm. Hann skaut þar með ekki ófrægari kylfingum ref fyrir rass en nr. 1 á heimslistanum (átti heil 3 högg á hann) og eins fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jason Day (átti einni 3 högg á hann). Annar fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð í mótinu. En hver er kylfingurinn: Ted Potter Jr? Ted Potter, Jr. fæddist í Ocala, Flórída, 9. nóvember 1983 og er því 33 ára. Ted kvæntist eiginkonu sinni Cheri Charles 19. ágúst 2016. Þau búa í Silver Springs, Flórída. Ted gerðist atvinnumaður í golfi 2002. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 19:00
Hvað var í sigurpoka Potter á Pebble Beach?

Eftirfarandi kylfur og útbúnaður voru í sigurpoka Ted Potter Jr., þegar hann sigraði á AT&T Pebble Beach ProAm í gær, 11. febrúar 2018: Dræver: Ping G400 (9°) Skaft: Project X HZRDUS T1100 65 grömm 6.0-flex (46 þumlungar) Sveiflu vigt: D2 Brautartré: Ping G400 (14.5 °) Skaft: Project X HZRDUS T1100 75 grömm 6.0-flex (43 þumlungar) Blendingar: Ping G400 (19° @17.5°, 22 ° @21 °) Sköft: Project X Even Flow Black 100H 6.5-flex (41.25 þumlungar, 40.75 þumlungar) Sveiflu vigt: D2+ Járn: Ping iBlade (4-9 járn) Sköft: True Temper Dynamic Gold AMT X100 Sveiflu vigt: D4 Fleygjárn: Ping Glide 2.0 (46-SS), Cleveland RTX-3 (54 og 60 °) Sköft: True Temper Dynamic Gold Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Andrea Pavan (27/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 17:00
PGA: Ted Potter Jr. sigraði á AT&T mótinu – Hápunktar 4. dags

Það var Ted Potter Jr. sem sigraði á AT&T mótinu. Þetta var 2. sigur Potter á PGA Tour. Sigurskor Potter var 17 undir pari, 270 högg ( 68 71 62 69). Hvorki fleiri né færri en 4 stórkylfingar deildu með sér 2. sætinu á eftir Potter en það voru nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson, gamla brýnið Phil Mickelson, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Chez Reavie. Þeir voru allir 3 höggum á eftir Potter, eða á samtals 14 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach ProAm SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags – þ.e. lokahringsins á AT&T Pebble Beach Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Snædís Sigmarsdóttir. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962 og því 56 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi. Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (76 ára); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (67 ára); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (65 ára); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (36 ára); Lejan Lewthwaite, 12. febrúar 1991 (27 ára); Regan De Guzman (filipseyskur kylfingur á LPGA – 26 ára) ….. og….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Jonna Sverrisdóttir – 11. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Jonna Sverrisdóttir. Jonna er fædd 11. febrúar 1957 og á því 61 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Jonna Sverrisdóttir – 61 árs – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936 (82 ára); Davíð E. Hafsteinsson, GMS 11. febrúar 1963 (55 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!! – Spilar á Sólskinstúrnum); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (37 ára); Steve Surry, 11. febrúar 1982 (36 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Fegurð fyrir þig, 11. febrúar 1985 (33 ára); Marianne Skarpnord, 11. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 12:00
Evróputúrinn: Aphibarnrat sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu

Það var thaílenski snillingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu, sem er samvinnuverkefni Evróputúrsins og Ástralasíutúrsins. Aphibarnrat lék til úrslita á móti heimamanninum James Nitties og sigraði 2&1. Þetta er 4. sigur Aphibarnrat á Evróputúrnum. Til þess að sjá hápunkta lokahrings ISPS Handa World Super 6 Perth mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

