Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2018 | 12:00

Evróputúrinn: Aphibarnrat sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu

Það var thaílenski snillingurinn Kiradech Aphibarnrat, sem sigraði á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu, sem er samvinnuverkefni Evróputúrsins og Ástralasíutúrsins.

Aphibarnrat lék til úrslita á móti heimamanninum James Nitties og sigraði 2&1.

Þetta er 4. sigur Aphibarnrat á Evróputúrnum.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings ISPS Handa World Super 6 Perth mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á  ISPS Handa  World Super 6 Perth mótinu SMELLIÐ HÉR: