Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2018 | 17:00

PGA: Ted Potter Jr. sigraði á AT&T mótinu – Hápunktar 4. dags

Það var Ted Potter Jr. sem sigraði á AT&T mótinu.

Þetta var 2. sigur Potter á PGA Tour.

Sigurskor Potter var 17 undir pari, 270 högg ( 68 71 62 69).

Hvorki fleiri né færri en 4 stórkylfingar deildu með sér 2. sætinu á eftir Potter en það voru nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson, gamla brýnið Phil Mickelson, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jason Day og  Chez Reavie.

Þeir voru allir 3 höggum á eftir Potter, eða á samtals 14 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach ProAm SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags – þ.e. lokahringsins á AT&T Pebble Beach ProAm SMELLIÐ HÉR: